Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Tónleikar

12.03.15

Tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 16.mars klukkan 18. Allir velkomnir

Skrautnótan í Hörpu

07.03.15

Sunnudaginn 8. mars kl. 16 bjóða tónlistarskólar í Reykjavík til tónlistarhátíðar í Norðurljósasal Hörpu. Skólarnir vilja bjóða íbúum borgarinnar á tónleika til að fylgjast með framgangi hæfileikaríkra tónlistarnema. Aðgangur er ókeypis og öllum velkomin.

Andlát

03.03.15

Árni Ar­in­bjarn­ar­son tón­list­armaður og fyrrverandi deildarstjóri strengjadeildar Nýja tónlistarskólans, lést sunnu­dag­inn 1. mars sl., átt­ræður að aldri. Árni fædd­ist 8. sept­em­ber 1934 í Hafnar­f­irði. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ar­in­björn Árna­son frá Neðri-Fitj­um í Víðidal og Mar­grét Jón­ína Karls­dótt­ir frá Bjargi í Miðfirði. Árni lauk burt­farar­prófi í fiðluleik frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1956 og í org­ell­eik frá sama skóla árið 1960.... Lesa meira

Þemadagur/opinn dagur

27.02.15

Undanfarin ár hafa verið haldnir þematónleikar hér í Nýja tónlistarskólanum. Á síðasta ári breyttum við örlítið þessum skemmtilega sið og héldum í staðinn opinn dag. Þá voru haldnir fernir tónleika frá 11 til 16 og svo var boðið upp á léttar veitingar og kaffihúsastemningu. Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag. Fyrstu tónleikarnir hefjast kl.11:30, þar koma fram Forskólanemendur og... Lesa meira

Vetrarfrí

16.02.15

Vetrarfrí Nýja tónlistarskólans hefst miðvikudaginn 18.febrúar. Kennsla hefst aftur mánudaginn 23.febrúar.  

Jólafrí

21.12.14

Kæru nemendur og foreldrar. Við óskum ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst aftur mánudaginn 5. janúar.

Verkfall hjá hluta tónlistarkennara

23.10.14

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að félagsmenn í Félagi tónlistarkennara hófu verkfall miðvikudaginn 22. október og mun öll kennsla þeirra falla niður. Hluti kennara skólans eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna og mun þeirra kennsla haldast óbreytt. Vinsamlegast farið vel yfir listann hér fyrir neðan því í sumum tilfellum fær nemandinn söng- eða hljóðfæratíma en ekki tónfræðitíma og... Lesa meira