Námstilhögun
Nám í tónlistarskólum skiptist í þrjá megin áfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Þessi áfangaskipting er óháð uppbyggingu almenna skólakerfisins. Engu að síður má finna þar nokkra samsvörun. Þannig samsvarar grunnnám u.þ.b. neðri bekkjum grunnskóla, miðnám efri bekkjum og framhaldsnám svarar til náms á framhaldsskólastigi, þ.e. að háskólastigi.Slík viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja tónlistarnám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi. Lok náms í tónlistarskólum er því ekki unnt að binda við tiltekinn aldur.Til að nemandi geti lokið hverjum áfanga þarf hann að hafa lokið öllum meðfylgjandi tónfræðigreinum:
Grunnnám
Tónkynning I | Tónkynning II |
Tónfræði I | Tónfræði II |
Tónfræði III |
Miðnám
Tónfræði IV | Tónfræði V |
Tónfræði VI | Tónfræði VII |
Miðpróf í Tónfræði |
Framhaldsnám
Tónheyrn I | Tónheyrn II |
Hljómfræði I | Hljómfræði II |
Tónlistarsaga I | Tónlistarsaga II |
Tónsmíðar eða Tónbókmenntir-sköpun (þarf að hafa lokið minnst einum tónlistarsögu áfanga) |