Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Saga skólans

ragnar

Vorið 1978 hafði Ragnar Björnsson kallað saman þá Garðar Ingvarsson, hagfræðing, Gylfa Þ. Gíslason, prófessor og fyrrv. Menntamálaráðherra, Árna Bergmann, ritstjóra og sr. Ólaf Skúlason, þáverandi sóknarprest í Bústaðasókn, síðar biskup Íslands, til að ræða við þá hugmynd sína um stofnun tónlistarskóla í Bústaðahverfi eða í nágrenni þess. Hann taldi þörf á tónlistarskóla í austurhluta borgarinnar, sem yrði í göngufæri við heimili og skóla barna á grunnskólaaldri og góðri nálægð við strætisvagna víðsvegar að úr borginni fyrir nemendur í framhaldsdeildum. Leyfi fyrir stofnun tónlistarskóla sem starfaði eftir lögum um sjálfseignarstofnun fékkst frá menntamála- og Borgaryfirvöldum. Í skólanefnd voru samþykktir fyrrnefndir Garðar Ingvarsson, formaður, Árni Bergmann, ritari og meðstjórnendur Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Skúlason. Skólanefndin réði Ragnar Björnsson skólastjóra. Skólanefndin var óbreytt í tæp 26 ár. Ragnar var skólastjóri skólans til dauðadags, 10.10. 1998. Við stjórn Skólans tók Sigrún Björnsdóttir. Stýrði hún skólanum allt til hausts 2004, þegar núverandi skólastjóri tók við.

Frá upphafi var það hugsjón Ragnars að stofna tónlistarskóla þar sem nemendur fengju að öllu leyti fyrsta flokks nám, sambærilegt við það besta sem hægt væri að fá í landinu.

Reykjavíkurborg studdi skólann fyrstu skrefin með því að veita honum ókeypis afnot af húsvarðaríbúð, sem var 2ja herbergja súðaríbúð á efstu hæð Breiðagerðisskóla. Einnig fékk skólinn til eignar skólaborð og stóla sem almenna skólakerfi var hætt að nota. Fyrsti flygillinn fékkst ódýrt úr Lídó, o.s.frv.

Frá upphafi var það hugsjón Ragnars að stofna tónlistarskóla þar sem nemendur fengju að öllu leyti fyrsta flokks nám, sambærilegt við það besta sem hægt væri að fá í landinu. Þetta tókst Ragnari með því að fá strax til liðs við sig kennara úr röðum okkar bestu listamanna á þeim tíma og alla tíð síðan.

En það sem gerir tónlistarskóla góðan eru kennararnir. Við höfum á að skipa einvala liði kennara sem hafa mikla reynslu, bæði sem kennarar og flytjendur.

Skólinn stækkaði mjög fljótt. Flutti eftir tvö ár í leiguhúsnæði, á efstu hæð í Ármúla 44, á horni Grensásvegar og Ármúla. Þar var skólinn til húsa hátt í tíu ár. Þá þurfti aftur að stækka og í þetta sinn keypti skólinn efstu hæðina á Grensásvegi 3, og þótti mörgum mikið í ráðist. Og enn liðu nærri tíu ár og skólinn að sprengja utan af sér húsnæðið. Þá var brugðið á það ráð að kaupa efstu hæðina á Grensásvegi 5, sem viðbót við skólahúsnæðið.

Skólinn hefur nú yfir að ráða 13 kennslustofum, allar nema ein búnar flyglum. Tónleikasalur er í nýju álmunni og tekur hann um 150 manns í sæti. Nótnasafn skólans hefur vaxið mikið síðustu ár, má það að miklu leyti þakka gjöfum frá fyrrum kennurum skólans og ættingjum þeirra. Má þar nefna Ragnar Björnsson, Sigurð Demetz Franzson, Jón Sigurbjörnsson, ættingja Rögnvaldar Sigurjónssonar og ættingja Jóns Sen.

En það sem gerir tónlistarskóla góðan eru kennararnir. Við höfum á að skipa einvala liði kennara sem hafa mikla reynslu, bæði sem kennarar og flytjendur.