Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Áfangar og próf

Hverjum megináfanga lýkur með áfangaprófum, þ.e. grunnprófi, miðprófi og framhaldsprófi, í hljóðfæraleik eða söng.

Áfangaprófum er ætlað að tryggja ákveðnar lágmarkskröfur í námi, festu og aðhald.

Námstími innan hvers áfanga getur verið breytilegur og ræðst hann meðal annars af aldri, þroska, ástundun og framförum. Miðað er við að flestir nemendur, sem hefja hljóðfæranám 8-9 ára, ljúki grunnnámi á þremur til fjórum árum. Gera má ráð fyrir að eldri nemendur geti farið hraðar yfir. Í mið- og framhaldsnámi eykst umfang námsins og sá tími, sem tekur að ljúka áföngunum, getur lengst. Lok framhaldsnáms miðast við að nemendur séu undir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.

Áður en áfangaprófskerfið var tekið upp var stigakerfi notað í tónlistarskólum. Stigin voru sjö og má segja að grunnpróf jafnist á við gamla 3. stigið, miðpróf við 5. stigið og framhaldspróf við það 7unda.

Prófatré Nýja tónlistarskólans lítur því svona út:
1.stig
2.stig
Grunnpróf
4.stig
Miðpróf
6.stig
Framhaldspróf

Allir nemendur sem ekki eru að taka stigs- eða áfangapróf það árið taka vorpróf og fá síðan umsögn í lok skólaársins.