Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Skólagjöld

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaársins. Hægt er að skipta gjöldunum niður á allt að 5 mánuði. Þegar nemandi fær boð um skólavist þarf hann að greiða 10.000 kr. staðfestingagjald, sem er óendurkræft. Upphæðin dregst svo frá skólagjöldum viðkomandi þegar námið hefst.

Frístundastyrkur

Þeir sem hyggjast ráðstafa Frístundastyrkinn upp í skólagjöldin eru beðnir að láta ritarann vita tímanlega með tölvupósti [email protected] svo hægt sé að draga hann frá gjaldinu áður en greiðsluseðlar eru sendir út.

Frístundakort – styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík.

Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík 6-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.

Styrkurinn er kr. 75.000 á barn á ári en ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.

Sjá nánar um frístundastyrkinn.

Skólagjöld skólaárið 2023-2024

Forskóli kr. 70.811,-

Hljóðfæranám:

Grunnnám kr. 166.519,-
Miðnám kr. 188.639,-
Framhaldsnám kr. 231.741,-
Háskólanám kr. 256.241,-

Söngnám:

Grunnnám kr. 166.519,-
Miðnám kr. 213.514,-
Framhaldsnám kr. 231.741,-
Háskólanám kr. 256.241,-

Miðstöðin, rythmadeild Nýja tónlistarskólans kr. 228.988,-

Hálft nám er 65% af gjaldi fyrir heilt nám
Hálft nám á annað hljóðfæri er 45% af gjaldi fyrir heilt nám
Heilt nám á annað hljóðfæri er 80% af gjaldi fyrir heilt nám

Systkinaafsláttur:
2 börn 10% afsláttur af hærra skólagjaldi
3 börn eða fleiri 15% afsláttur af hærra skólagjaldi

Söngnemendur borga aukalega fyrir píanómeðleik:
Grunnnám kr. 34.699,-
Miðnám kr. 59.871,-
Framhaldsnám kr. 83.946,-
Háskólanám kr. 83.946,-

Hljóðfæraleiga kr. 21.149,-

Staðfesting á áframhaldandi skólavist

Í apríl, ár hvert, þurfa allir nemendur skólans að staðfesta áframhaldandi nám með því að greiða staðfestingagjaldið. Öðruvísi er ekki hægt að tryggja sér áframhaldandi vist í skólanum.

Uppsögn á skólavist

Eftir að skólaárið hefst gildir þriggja mánaða uppsagnarfrestur.