Um skólann
Nýi tónlistarskólinn var stofnaður 1978 af Ragnari Björnssyni, tónskáldi, organista og stjórnanda.
Frá upphafi var það hugsjón Ragnars að stofna tónlistarskóla þar sem nemendur fengju að öllu leyti fyrsta flokks nám, sambærilegt við það besta sem hægt væri að fá í landinu.
Þetta tókst Ragnari með því að fá strax til liðs við sig kennara úr röðum okkar bestu listamanna á þeim tíma og alla tíð síðan.
Skólinn nýtur fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.