Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á Rafræna Reykjavík en þar fer öll skráning fram fyrir tónlistarskólana í Reykjavík.

Fara inn á Rafræn Reykjavík

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega hafðu samband við okkur í síma 553 9210.

×

Námið

Í Nýja tónlistarskólanum er kennt eftir Aðalnámsskrá tónlistarskóla. Nemendur eru flestir á aldrinum 6 til 20 ára.

Við leggjum mikla áherslu á að nemendur sinni námi sínu vel. Ekki bara hljóðfæra- eða söngnáminu heldur líka þeim hliðargreinum, tónleikum og samspili/samsöng sem fylgir hverju námsstigi.

Við höfum mikinn metnað fyrir nemendur okkar og viljum sjá þá ná eins langt og þeir geta.