Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Tónleikar

Haldnir eru um 40 tónleikar í skólanum á hverju ári. Almennir tónleikar eru í hverjum mánuði. Þá koma fram nemendur úr ýmsum deildum og samspilshópar.

Fyrir jól og í enda skólaársins eru kennarar með tónleikar fyrir sína nemendur. Oft í samstarfi við fleiri kennara. Þá koma fram allir nemendur viðkomandi kennara.

Ætlast er til þess að hver nemandi spili á tónleikum minnst tvisvar á hverju skólaári. Helst oftar.

Rétt er að minna flytjandann á að hneigja sig bæði þegar hann er kominn upp á svið og þegar hann hefur lokið leik.