Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Skólareglur

Nemandinn á að vera stundvís og sinna námi sínu eins vel og hann getur, hvort sem það er hljóðfæra-/söngnámið eða hliðargreinar og samspil/samsöngur.

Nemandinn á að vera kurteis og ganga vel um bæði hljóðfæri og húsnæði skólans.

Nemendum er óheimilt að leika eða syngja opinberlega, í nafni skólans, nema með samþykki kennara, deildarstjóra eða skólastjóra.

Veikindi og forföll skal tilkynna eins fljótt og hægt er í síma 553-9210 eða [email protected]

Veikist kennari og tími fellur niður, er reynt að hafa samband við nemandann eða foreldra hans eins fljótt og hægt er. Skólanum er ekki skylt að bæta einstaka kennslustundir sem falla niður vegna veikinda. Hins vegar, dragist veikindin lengur en tvær vikur, útvegar skólinn forfallakennara.