Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á Rafræna Reykjavík en þar fer öll skráning fram fyrir tónlistarskólana í Reykjavík.

Fara inn á Rafræn Reykjavík

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega hafðu samband við okkur í síma 553 9210.

×

Archives

Rafræn Reykjavík

28.05.14

Vegna uppfærslu á Rafrænni Reykjavík (mínar síður) verður ekki hægt að vinna inn í kerfinu frá kl. 08:00 miðvikudaginn 28. maí, áætlað er að kerfið opni aftur kl. 08:00 föstudaginn 30. maí. Starfsmenn borgarinnar og íbúar munu ekki geta notað Rafræna Reykjavík á meðan uppfærslu stendur.

Skólaslit

19.05.14

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða í Grensáskirkju þriðjudaginn 27.maí kl.18. Við viljum hvetja nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum og auðvitað í leiðinni að þakka kennurum sínum fyrir veturinn. Skólaslitin taka ekki nema um 40 mínútur. Boðið er upp á mikið af tónlist þannig að engum ætti að leiðast! Foreldrar og ættingjar eru hjartanlega velkomnir.

Vortónleikar

19.05.14

Almennir vortónleikar Nýja tónlistarskólans verða mánudaginn 19.maí og föstudaginn 23.maí og hefjast tónleikarnir kl.18

Framhaldsprófstónleikar

12.05.14

Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran, heldur framhaldsprófstónleika sína sunnudaginn 18.maí kl.16 í Safnahúsinu Hverfisgötu (áður Þjóðmenningarhúsið). Á efnisskránni eru verk eftir Fauré, Mozart, Schubert, Tchaikovsky, Grieg, Barber, Gluck, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Áskel Jónsson. Meðleikari á píanó er Bjarni Þór Jónatansson.  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Framhaldsprófstónleikar

12.05.14

Karítas Þorvaldsdóttir, sellónemandi, heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 24.maí kl.14 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Brahms, Rachmaninoff og Jón Nordal. Meðleikarar á píanó eru Vilhelmína Ólafsdóttir og Erla Rut Árnadóttir.  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Framhaldsprófstónleikar

09.05.14

Óskar Magnússon, gítarnemandi, heldur framhaldsprófstónleika sína, í Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 22.maí kl.19. Á efnisskránni eru verk eftir Albeniz, Bach, Barrios, Savio, DeFalla og síðast en ekki síst; eitt verk eftir sjálfan sig. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.