Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Archives

Barnamenningarhátíð

28.04.14

  Í tilefni Barnamenningarhátíðar munu nemendur Nýja tónlistarskólans halda tónleika þriðjudaginn 29.apríl kl.18, hér í skólanum. Bjartar vonir, köllum við tónleikana. Fram koma yngri nemendur skólans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gleðilegt sumar!    

Framhaldsprófstónleikar

28.04.14

Erla Rut Árnadóttir heldur framhaldsprófstónleika sína , á sal Nýja tónlistarskólans, laugardaginn 3.maí kl.13:00. Á dagskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Chopin og Prokofiev. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Framhaldsprófstónleikar

22.04.14

Helena Xiang Jóhannsdóttir mun halda framhaldsprófstónleika sína, á sal Nýja tónlistarskólans, miðvikudaginn 23.apríl kl.17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Haydn, Chopin, Mendelssohn og Jón Leifs. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Páskafrí

08.04.14

Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí verður föstudaginn 11.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22.apríl. Gleðilega Páska!