Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Archives

Haustfrí

21.10.20

Haustfrí verður í Nýja tónlistarskólanum frá fimmtudeginum 22. til og með mánudeginum 26. október. Hafið það gott í fríinu og farið varlega. Best að vera bara heima og æfa sig!

Grímur

06.10.20

Kæru foreldrar og nemendur   Í ljósi aukningar á smitum á milli daga viljum við leggja til að eldri nemendur beri grímur í tímunum sínum, eins og aðstæður leyfa. Með eldri nemendum er átt við nemendur á framhaldsskólaaldri og uppúr. Svo mega nemendur yngri en það auðvitað mæta með grímur ef þau treysta sér til.   Baráttukveðjur!   Sigurður

Foreldraviðtöl

05.10.20

Kæru foreldrar/forráðamenn   Ef allt væri eðlilegt þá væri ég með þessum pósti að boða ykkur í heimsókn hér í Nýja tónlistarskólann vegna foreldraviðtala. En eins og ástandið er núna þá höfum við ákveðið að halda viðtölin í síma eða tölvu.  Kennararnir munu vera í sambandi við ykkur í vikunni og vonum við að þetta gangi allt vel.   Úr... Lesa meira