Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Archives

Vetrarfrí

21.10.15

Vetrarfrí hefst í Nýja tónlistarskólanum föstudaginn 23.október. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 28.október.

Tónleikar á gamla sviðinu

19.10.15

Næstu tónleikar skólans verða á gamla sviðinu (Grenásvegi 3 hlutanum) miðvikudaginn 21.október kl.19. Athugið breyttan tónleikatíma kl.19.  

Námskeið fyrir lengra komna nemendur og kennara

13.10.15

Mánudaginn 19. október, frá kl.18 til 20, mun Gunnhildur Ottósdóttir, sjúkraþjálfi, halda námskeið fyrir lengra komna nemendur og kennara. Hún mun fjalla um: Álagseinkenni/stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik. Mögulega áhættuþætti. Forvörn gegn þeim og mikilvægi góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu. Fara yfir grunnatriði í góðri líkamsbeitingu í standandi og sitjandi stöðu. Sýna/æfa léttar æfingar fyrir og eftir hljóðfæraæfingar/-leik.

Foreldraviðtöl 12. til 16. október

08.10.15

Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira