Elín Ragnhildur Ragnarsdóttir hefur stundað píanónám hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur í Nýja tónlistarskólanum. Hún heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 13. janúar nk. í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Nánar tiltekið í tónleiksalnum Hljóðbergi, sem gengið er inn í frá Skálholtsstíg.
Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, J. Haydn, F. Chopin, C. Debussy og M. Moszkowski.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir