Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Vinnusmiðjur fyrir alla söng- og hljóðfæranemendur

09.05.24

Dagana tvo fyrir skólaslitin, miðvikudaginn og fimmtudaginn 22. og 23 maí, verða opnar vinnusmiðjur fyrir alla hljóðfæra- og söngnemendur, frá kl.16-18 báða dagana. Nemendur geta þá valið sér annan hvorn daginn, já eða báða dagana ef þeir vilja. Leiðbeinandi verður Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, kennari við Guildhall School of Music and Drama. Hún stýrir skapandi tónlistar- og tónsmíðanámskeiðum við tónlistarháskóla og við... Lesa meira

Skólaslit

09.05.24

Skólaslit verða í Grensáskirkju, föstudaginn 24.maí kl.18. Við hvetjum alla nemendur, sérstaklega þá sem hafa tekið stigs- eða áfangapróf, til að mæta og taka við prófskírteinum sínum. Athöfnin tekur ekki nema um hálftíma þannig að enginn ætti að missa af sjónvarpsfréttunum 🙂

Nemendur að ljúka námi við skólann

09.05.24

Tveir píanónemendur og einn söngnemandi eru að ljúka námi við skólann núna í vor. Berglind Björk Guðnadóttir lýkur einsöngvara prófi sínu með tónleikum á sal skólans 15.maí kl.17:30. Um meðleik sér Jón Sigurðsson. Oddur Sigurðarson lýkur sínu framhalds- prófi með tónleikum á sal skólans 15.maí kl.19:00 Adrian Aron Nastor lýkur sínu framhalds- prófi með tónleikum á sal skólans 16.maí kl.19:00

Tónleikar í maí

09.05.24

13.maí kl.17:00 Gítardeild 14.maí kl.18:30 nemendur Helga Heiðars 15.maí kl.17:00 Forskólinn 16.maí kl.17:00 Strengjadeild 17.maí kl.17:30 nemendur Vilhelmínu og Erlu Rutar 21.maí kl.17:00 nemendur Olivers. kl.18:00 nemendur Jóns

Hljóðfærakynning fyrir börn

05.04.24

Kæru foreldrar og forráðamenn Miðvikudaginn 10. apríl klukkan 16:00 verður boðið upp á árlega hljóðfærakynningu fyrir forskólabörn og önnur börn sem hafa áhuga á að hefja hljóðfæranám. Kynnt verða: Píanó, Fiðla, Selló, Gítar og Þverflaut Kynningin tekur innan við klukkutíma og munu börnin einnig fá að prófa hljóðfærin.

Páskafrí

22.03.24

Páskafrí Nýja tónlistarskólans hefst mánudaginn 25. mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 2. apríl. Gleðilega páska!

Nemendatónleikar

04.03.24

Næstu nemendatónleikar skólans verða mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. mars. Klukkan 18:00 báða dagana. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Þematónleikar 10.febrúar

10.02.24

Þematónleikarnir verða haldnir 10.febrúar. Boðið verður upp á 5 tónleika yfir daginn og heitt súkkulaði og kleinur á kaffihúsi skólans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ÞEMATÓNLEIKAR  – Nýja tónlistarskólans – TÓNLEIKAR nr.1 10. febrúar kl.10:30 2024 Forskólahópur Maja átti lítið lamb                             enskt þjóðlag Klífa fjall                                            Pétur Eggertsson Þuríður Erna Marelsdóttir          Vals                                                     Björgvin Þ. Valdimarsson Ragnar Ingi Indíönuson    Krummi svaf í klettagjá                      íslenskt þjóðlag Ásgeir... Lesa meira

Framhaldsprófstónleikar

11.01.24

Elín Ragnhildur Ragnarsdóttir hefur stundað píanónám hjá Vilhelmínu Ólafsdóttur í Nýja tónlistarskólanum. Hún heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 13. janúar nk. í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Nánar tiltekið í tónleiksalnum Hljóðbergi, sem gengið er inn í frá Skálholtsstíg.Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, J. Haydn, F. Chopin, C. Debussy og M. Moszkowski. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Jólatónleikar

27.11.23

Kæru foreldrar og nemendur. Nú fer að styttast í lok þessarar annar. Við ætlum að hefja jólatónleikaröðina fyrr í mánuðinum en við höfum áður gert. Vonum að með því munum við gera foreldrum og öðrum gestum auðveldara að komast hingað á Grensásveginn áður en jólaösin tekur allt yfir hér í hverfinu. Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna á jólatónleika skólans... Lesa meira