Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Archives

Óveður

24.02.17

Eins og varla hefur farið fram hjá ykkur þá er ansi slæmt veður í dag, föstudaginn 24.febrúar. Einhverjir grunnskólar hafa fellt niður kennslu vegna veðurs. Nýi tónlistarskólinn verður opinn í dag og viljum við að foreldrar taki sjálfir ákvörðun um hvort börnin mæti í tíma. Gott væri að fá tilkynningu frá þeim sem hyggjast ekki senda börnin í tónlistarskólann.

Vetrarfrí

17.02.17

Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum, mánudaginn og þriðjudaginn 20. og 21. febrúar. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 22. febrúar.

Þemadagurinn

13.02.17

Þemadagur Nýja tónlistarskólans var haldinn síðasta laugardag. Dagurinn gekk sérstaklega vel. Þátttaka hefur aldrei verið meiri. Boðið var upp á 5 tónleika og svo auðvitað heitt súkkulaði og kleinur. Okkur reiknast til að borðaðar hafir verið tæplega 450 kleinur og með þeim drukknir 25 lítrar af heitu súkkulaði. Takk fyrir komuna!