Kæru foreldrar og nemendur. Nú fer að styttast í lok þessarar annar. Við ætlum að hefja jólatónleikaröðina fyrr í mánuðinum en við höfum áður gert. Vonum að með því munum við gera foreldrum og öðrum gestum auðveldara að komast hingað á Grensásveginn áður en jólaösin tekur allt yfir hér í hverfinu. Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna á jólatónleika skólans... Lesa meira
Categories for
Söngtónleikar
Söngdeild skólans verður með söngtónleika fimmtudaginn 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, kl.18 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Vetrarfrí
Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum frá fimmtudeginum 26.október til og með mánudeginum 30.október
Foreldraviðtöl
Foreldraviðtöl verða frá mánudeginum 25. til föstudagsins 29. september.Þá mæta foreldrar/ forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/ forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem... Lesa meira
Nokkur laus pláss í Forskólanum
Í Forskóla Nýja tónlistarskólans kynnast börnin tónlistarnámi og læra grunntök á blokkflautu. Lögð er áhersla á að börn læri að kynnast tónlistarnámi á skapandi hátt en læri að sama skapi að temja sér góða siði og læra að spila af vandvirkni og öryggi. Þau kynnast jafnframt ýmsum hljóðfærum yfir skólaárið og fræðast um ýmsa tónlistarstíla, kynnast tónstiganum, læra um hryn... Lesa meira
Skólaslit
Kæru nemendur og foreldrar. Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða miðvikudaginn 31. maí kl.18 í Grensáskirkju. Þar verða afhent prófskírteini fyrir áfanga- og stigspróf sem nemendur hafa tekið á skólaárinu. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutning. Athöfnin tekur innan við 30 mínútur.
Almennir vortónleikar
Almennir vortónleikar verða mánudaginn 22. og föstudaginn 26. maí kl.18 báða dagana. Síðan minnum við á alla tónleika hvers kennara með sínum nemendum.
Vortónleikar strengjadeildar
Vortónleikar strengjadeildar verða mánudaginn 15. maí kl.18 Við hvetjum nemendur til að taka með sér gesti.
Páskafrí
Eins og í grunnskólunum hefst páskafrí Nýja tónlistarskólans mánudaginn 3. apríl. Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 12. apríl. Gleðilega Páska!
Vetrarfrí
Kæru nemendur og foreldrar Við minnum á vetrarfríið hér í Nýja tónlistarskólanum sem hefst næsta miðvikudag (Öskudag). Kennsla hefst svo aftur á mánudaginn.