Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Framhaldsprófstónleikar

04.05.15

Framhaldsprófstónleikar Garðars Andra Sigurðssonar, píanónemanda, verð í Hannesarholti laugardaginn 9.maí kl.15.  Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Mozart, Debussy, Chopin, Liszt, Rachmaninoff og Hyde. Sérstakur gestur: Herdís Hergeirsdóttir, píanó. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Framhaldsprófstónleikar Herdísar Hergeirsdóttur

16.04.15

Framhaldsprófstónleikar Herdísar Hergeirsdóttur, píanónemanda, verð í Hannesarholti sunnudaginn 19. apríl kl.13 Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Beethoven, Pierné, Debussy, Khachaturian og Hyde Sérstakur gestur: Garðar Andri Sigurðsson, píanó Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Tónleikar

07.04.15

Tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 16.apríl klukkan 18. Allir velkomnir

Páskafrí

25.03.15

Páskafrí skólans hefst mánudaginn 30.mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7.aprí. Gleðilega Páska

Tónleikar

12.03.15

Tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 16.mars klukkan 18. Allir velkomnir

Skrautnótan í Hörpu

07.03.15

Sunnudaginn 8. mars kl. 16 bjóða tónlistarskólar í Reykjavík til tónlistarhátíðar í Norðurljósasal Hörpu. Skólarnir vilja bjóða íbúum borgarinnar á tónleika til að fylgjast með framgangi hæfileikaríkra tónlistarnema. Aðgangur er ókeypis og öllum velkomin.

Andlát

03.03.15

Árni Ar­in­bjarn­ar­son tón­list­armaður og fyrrverandi deildarstjóri strengjadeildar Nýja tónlistarskólans, lést sunnu­dag­inn 1. mars sl., átt­ræður að aldri. Árni fædd­ist 8. sept­em­ber 1934 í Hafnar­f­irði. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ar­in­björn Árna­son frá Neðri-Fitj­um í Víðidal og Mar­grét Jón­ína Karls­dótt­ir frá Bjargi í Miðfirði. Árni lauk burt­farar­prófi í fiðluleik frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1956 og í org­ell­eik frá sama skóla árið 1960.... Lesa meira

Þemadagur/opinn dagur

27.02.15

Undanfarin ár hafa verið haldnir þematónleikar hér í Nýja tónlistarskólanum. Á síðasta ári breyttum við örlítið þessum skemmtilega sið og héldum í staðinn opinn dag. Þá voru haldnir fernir tónleika frá 11 til 16 og svo var boðið upp á léttar veitingar og kaffihúsastemningu. Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag. Fyrstu tónleikarnir hefjast kl.11:30, þar koma fram Forskólanemendur og... Lesa meira

Vetrarfrí

16.02.15

Vetrarfrí Nýja tónlistarskólans hefst miðvikudaginn 18.febrúar. Kennsla hefst aftur mánudaginn 23.febrúar.