Árni Ar­in­bjarn­ar­son tón­list­armaður og fyrrverandi deildarstjóri strengjadeildar Nýja tónlistarskólans, lést sunnu­dag­inn 1. mars sl., átt­ræður að aldri.

Árni fædd­ist 8. sept­em­ber 1934 í Hafnar­f­irði. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ar­in­björn Árna­son frá Neðri-Fitj­um í Víðidal og Mar­grét Jón­ína Karls­dótt­ir frá Bjargi í Miðfirði. Árni lauk burt­farar­prófi í fiðluleik frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1956 og í org­ell­eik frá sama skóla árið 1960. Kenn­ar­ar hans voru Björn Ólafs­son í fiðluleik og dr. Páll Ísólfs­son í org­ell­eik. Árið 1957-58 var Árni við fram­haldsmám í fiðlu- og org­ell­eik í London. Kenn­ar­ar hans voru Max Rostal og Geraint Jo­nes. Árni starfaði sem fiðluleik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1961-1996. Hann var fiðlukenn­ari við Tón­list­ar­skól­ann í Kefla­vík 1958-1982; Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1964-1973 og Nýja Tón­list­ar­skól­ann 1978-2014. Árni var org­ell­eik­ari og söng­stjóri Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar Fíla­delfíu 1952-1988 og org­ell­eik­ari Grens­ás­kirkju 1967-1973 og 1982-2014. Árni kom fram á mörg­um org­el­tón­leik­um hér­lend­is og á org­an­ista­mót­um í Dan­mörku og Svíþjóð. Árni kvænt­ist 22. júní 1968 Dóru Lydiu Har­alds­dótt­ur, f. 1. maí 1943. Börn þeirra eru: Ar­in­björn, Pálína og Mar­grét. Barna­börn­in eru tvö.