Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Engin kennsla á Öskudag og vetrarfrí í næstu viku

15.02.21

Eins og áður verður engin kennsla í Nýja tónlistarskólanum á Öskudag. Síðan minnum við á að eins og í grunnskólanum verður vetrarfrí hér mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar.    

Foreldraviðtöl

26.01.21

Kæru foreldrar/forráðamenn   Í næstu viku, 1. til 5. febrúar, verða foreldraviðtöl. Vegna sóttvarna, ætlum við að hafa sama háttinn á viðtölunum og var í haust. Viðtölin munu því fara fram í síma en einnig verður hægt að senda fyrirspurnir um námið í tölvupósti.   Til að einfalda málið leggjum við til að foreldrar annaðhvort hringi í kennarann á þeim... Lesa meira

Gleðilegt ár!

03.01.21

Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs! Kennslan í Nýja tónlistarskólanum hefst mánudaginn 4.janúar.

Engin starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

01.11.20

Kennslan verður óbreytt mánudaginn 2. nóvember. Eins og áður biðjum við foreldra/gesti að reyna sem minnst að koma inn í skólann. Grímuskilda er á alla nemendur 11 ára og eldri. Baráttukveðjur! Sigurður

Haustfrí

21.10.20

Haustfrí verður í Nýja tónlistarskólanum frá fimmtudeginum 22. til og með mánudeginum 26. október. Hafið það gott í fríinu og farið varlega. Best að vera bara heima og æfa sig!

Grímur

06.10.20

Kæru foreldrar og nemendur   Í ljósi aukningar á smitum á milli daga viljum við leggja til að eldri nemendur beri grímur í tímunum sínum, eins og aðstæður leyfa. Með eldri nemendum er átt við nemendur á framhaldsskólaaldri og uppúr. Svo mega nemendur yngri en það auðvitað mæta með grímur ef þau treysta sér til.   Baráttukveðjur!   Sigurður

Foreldraviðtöl

05.10.20

Kæru foreldrar/forráðamenn   Ef allt væri eðlilegt þá væri ég með þessum pósti að boða ykkur í heimsókn hér í Nýja tónlistarskólann vegna foreldraviðtala. En eins og ástandið er núna þá höfum við ákveðið að halda viðtölin í síma eða tölvu.  Kennararnir munu vera í sambandi við ykkur í vikunni og vonum við að þetta gangi allt vel.   Úr... Lesa meira

Skólastarf að hefjast

17.08.20

Nú fer skólastarfið að hefjast hér í Nýja tónlistarskólanum. Kennarar munu verða í sambandi við nemendur seinnipart þessarar viku (18.-21.ágúst) til að finna tíma sem hentar. Kennsla, samkvæmt stundaskrá, hefst svo mánudaginn 24.ágúst.

Síðasti kennsludagur föstudaginn 29. maí

26.05.20

Nú fer þessu óvenjulega skólaári senn að ljúka. Ég vil byrja á að hrósa nemendum, foreldrum og kennurum fyrir gott samstarf og umburðalyndi. Þessi fjarkennsla hefði aldrei gengið nema fyrir jákvæðni og samviskusemi ykkar. Umsagnir kennaranna um fjarkennsluna voru mjög jákvæðar. Kom þeim sérstaklega á óvart hvað nemendur voru fljótir að aðlaga sig aðstæðunum. En það verður að segjast eins... Lesa meira