Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Fram að páskafríi

25.03.21

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn,   Eins og við höfum öll heyrt af hefur verið lagt bann á allt staðnám fram að páskafríi. Tónlistarskólinn er því lokaður í dag og á morgun. Samkvæmt dagatali skólans hefst páskafríið á mánudaginn, 29. mars, og kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 7. apríl.   Kennarar munu vera í sambandi við ykkur í dag eða... Lesa meira

Engin kennsla á Öskudag og vetrarfrí í næstu viku

15.02.21

Eins og áður verður engin kennsla í Nýja tónlistarskólanum á Öskudag. Síðan minnum við á að eins og í grunnskólanum verður vetrarfrí hér mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar.    

Foreldraviðtöl

26.01.21

Kæru foreldrar/forráðamenn   Í næstu viku, 1. til 5. febrúar, verða foreldraviðtöl. Vegna sóttvarna, ætlum við að hafa sama háttinn á viðtölunum og var í haust. Viðtölin munu því fara fram í síma en einnig verður hægt að senda fyrirspurnir um námið í tölvupósti.   Til að einfalda málið leggjum við til að foreldrar annaðhvort hringi í kennarann á þeim... Lesa meira

Gleðilegt ár!

03.01.21

Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs! Kennslan í Nýja tónlistarskólanum hefst mánudaginn 4.janúar.

Engin starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

01.11.20

Kennslan verður óbreytt mánudaginn 2. nóvember. Eins og áður biðjum við foreldra/gesti að reyna sem minnst að koma inn í skólann. Grímuskilda er á alla nemendur 11 ára og eldri. Baráttukveðjur! Sigurður

Haustfrí

21.10.20

Haustfrí verður í Nýja tónlistarskólanum frá fimmtudeginum 22. til og með mánudeginum 26. október. Hafið það gott í fríinu og farið varlega. Best að vera bara heima og æfa sig!

Grímur

06.10.20

Kæru foreldrar og nemendur   Í ljósi aukningar á smitum á milli daga viljum við leggja til að eldri nemendur beri grímur í tímunum sínum, eins og aðstæður leyfa. Með eldri nemendum er átt við nemendur á framhaldsskólaaldri og uppúr. Svo mega nemendur yngri en það auðvitað mæta með grímur ef þau treysta sér til.   Baráttukveðjur!   Sigurður

Foreldraviðtöl

05.10.20

Kæru foreldrar/forráðamenn   Ef allt væri eðlilegt þá væri ég með þessum pósti að boða ykkur í heimsókn hér í Nýja tónlistarskólann vegna foreldraviðtala. En eins og ástandið er núna þá höfum við ákveðið að halda viðtölin í síma eða tölvu.  Kennararnir munu vera í sambandi við ykkur í vikunni og vonum við að þetta gangi allt vel.   Úr... Lesa meira

Skólastarf að hefjast

17.08.20

Nú fer skólastarfið að hefjast hér í Nýja tónlistarskólanum. Kennarar munu verða í sambandi við nemendur seinnipart þessarar viku (18.-21.ágúst) til að finna tíma sem hentar. Kennsla, samkvæmt stundaskrá, hefst svo mánudaginn 24.ágúst.