Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Í næstu viku, 1. til 5. febrúar, verða foreldraviðtöl. Vegna sóttvarna, ætlum við að hafa sama háttinn á viðtölunum og var í haust. Viðtölin munu því fara fram í síma en einnig verður hægt að senda fyrirspurnir um námið í tölvupósti.

 

Til að einfalda málið leggjum við til að foreldrar annaðhvort hringi í kennarann á þeim tíma sem nemandinn er í spilatíma eða sendi kennaranum tölvupóst ef þeir vilja spyrja að einhverju.

 

Tölvupóstföngin má finna á heimasíðu skólans nyitonlistarskolinn.is