Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Ef allt væri eðlilegt þá væri ég með þessum pósti að boða ykkur í heimsókn hér í Nýja tónlistarskólann vegna foreldraviðtala. En eins og ástandið er núna þá höfum við ákveðið að halda viðtölin í síma eða tölvu.  Kennararnir munu vera í sambandi við ykkur í vikunni og vonum við að þetta gangi allt vel.

 

Úr upplýsingapósti frá Skóla- og frístundarsviði:

 

„Takmarka skal enn frekar gestakomur og komur foreldra inn í starfsemina. Miða skal gestakomur við brýna nauðsyn t.d. vegna barna í vanda.  Gestir þurfa að sýna ítrustu smitgát og bera grímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægðarmörk“