Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Tónleikar

20.01.16

Næstu tónleikar skólans verða fimmtudaginn 21.janúar kl.18. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Gleðilegt ár!

04.01.16

Öll kennsla hefst í dag, mánudaginn 4.janúar 2016.

Almennir jólatónleikar

10.12.15

Almennir jólatónleikar, Nýja tónlistarskólans, verða þrennir: Mánudaginn 14. desember kl.18 verða tónleikar nemenda á grunnstigi. Miðvikudaginn 16. desember kl.18 verða tónleikar nemenda á mið- og framhaldsstigi. Föstudaginn 18. desember kl.18 verða samspilstónleikar. Þar munu, meðal annars, nemendur Forskólans koma fram. Við hvetjum tónlistarfólkið til að mæta í sínu fínasta pússi og  hafa með sér gesti.    

Kennsla fellur niður

07.12.15

Kennsla fellur niður í Nýja tónlistarskólanum frá kl.17 í dag vegna veðurs. Þau sem eiga tíma fyrr í dag en komast ekki eru vinsamlegast beðin um að láta kennarana sína vita eða senda póst á [email protected]

Söngtónleikar

24.11.15

Föstudaginn 27.nóvember kl.18 verða söngtónleikar á gamla sviðinu í Nýja tónlistarskólanum. Fjölbreytt dagskrá. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Tónleikar

10.11.15

Næstu tónleikar skólans verða miðvikudaginn 11.nóvember kl.18 á sal skólans. Aðgangur ókeypis og allirvelkomnir

Kristinn Sigmundsson með master class

06.11.15

Þriðjudaginn 10.nóvember kl.18, hefst master class á sal Nýja tónlistarskólans. Það er enginn annar en Kristinn Sigmundsson sem mun leiðbeina söngnemendum. Öllum er frjálst að koma og fylgjast með. Aðgangur ókeypis.

Vetrarfrí

21.10.15

Vetrarfrí hefst í Nýja tónlistarskólanum föstudaginn 23.október. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 28.október.

Tónleikar á gamla sviðinu

19.10.15

Næstu tónleikar skólans verða á gamla sviðinu (Grenásvegi 3 hlutanum) miðvikudaginn 21.október kl.19. Athugið breyttan tónleikatíma kl.19.  

Námskeið fyrir lengra komna nemendur og kennara

13.10.15

Mánudaginn 19. október, frá kl.18 til 20, mun Gunnhildur Ottósdóttir, sjúkraþjálfi, halda námskeið fyrir lengra komna nemendur og kennara. Hún mun fjalla um: Álagseinkenni/stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik. Mögulega áhættuþætti. Forvörn gegn þeim og mikilvægi góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu. Fara yfir grunnatriði í góðri líkamsbeitingu í standandi og sitjandi stöðu. Sýna/æfa léttar æfingar fyrir og eftir hljóðfæraæfingar/-leik.