Spáð er slæmu veðri í dag, fimmtudaginn 4. febrúar. Við munum halda skólanum opnum og mun kennslan vera samkvæmt stundaskrá. Ef foreldrar ákveða að láta nemendur vera heima í dag væri mjög gott að þeir létu okkur vita, annaðhvort símleiðis eða á [email protected]
Categories for
Tónleikar
Næstu tónleikar skólans verða fimmtudaginn 21.janúar kl.18. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Gleðilegt ár!
Öll kennsla hefst í dag, mánudaginn 4.janúar 2016.
Almennir jólatónleikar
Almennir jólatónleikar, Nýja tónlistarskólans, verða þrennir: Mánudaginn 14. desember kl.18 verða tónleikar nemenda á grunnstigi. Miðvikudaginn 16. desember kl.18 verða tónleikar nemenda á mið- og framhaldsstigi. Föstudaginn 18. desember kl.18 verða samspilstónleikar. Þar munu, meðal annars, nemendur Forskólans koma fram. Við hvetjum tónlistarfólkið til að mæta í sínu fínasta pússi og hafa með sér gesti.
Kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður í Nýja tónlistarskólanum frá kl.17 í dag vegna veðurs. Þau sem eiga tíma fyrr í dag en komast ekki eru vinsamlegast beðin um að láta kennarana sína vita eða senda póst á [email protected]
Söngtónleikar
Föstudaginn 27.nóvember kl.18 verða söngtónleikar á gamla sviðinu í Nýja tónlistarskólanum. Fjölbreytt dagskrá. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Tónleikar
Næstu tónleikar skólans verða miðvikudaginn 11.nóvember kl.18 á sal skólans. Aðgangur ókeypis og allirvelkomnir
Kristinn Sigmundsson með master class
Þriðjudaginn 10.nóvember kl.18, hefst master class á sal Nýja tónlistarskólans. Það er enginn annar en Kristinn Sigmundsson sem mun leiðbeina söngnemendum. Öllum er frjálst að koma og fylgjast með. Aðgangur ókeypis.
Vetrarfrí
Vetrarfrí hefst í Nýja tónlistarskólanum föstudaginn 23.október. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 28.október.
Tónleikar á gamla sviðinu
Næstu tónleikar skólans verða á gamla sviðinu (Grenásvegi 3 hlutanum) miðvikudaginn 21.október kl.19. Athugið breyttan tónleikatíma kl.19.