Author Archives for Sigurður Sævarsson

Jólatónleikar og síðasti kennsludagur

December 5, 2017 2:56 pm Published by Leave your thoughts

Almennir jólatónleikar verða fernir, þetta árið: föstudaginn 8. desember kl.18:00 föstudaginn 15. desember kl.18:00 þriðjudaginn 19. desember kl.18:00 þriðjudaginn 19.desember kl.19:00  (Söngtónleikar) miðvikudaginn 20.desember kl.18:00 (Forskólinn og gestir)   Síðan verða kennarar með jólatónfundi fyrir sína nemendur: Chrissie og Steinunn – mánudagur 11. des. kl. 17 Helgi Heiðar – miðvikudagur 13. des kl. 17:45 Una og Helga – fimmtudagur 14.... Lesa meira


Foreldraviðtöl dagana 9. til 13. október

October 3, 2017 2:24 pm Published by Leave your thoughts

Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira


Skólaslit

May 25, 2017 4:14 pm Published by Leave your thoughts

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða fimmtudaginn 1. júní kl.18 í Grensáskirkju. Við hvetjum alla nemendur að mæta og taka við prófskírteinum og voreinkunum.


Masterklass fyrir píanónemendur

March 14, 2017 5:52 pm Published by Leave your thoughts

Fimmtudaginn 30.mars, kl.17-21, mun Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, koma í heimsókn og halda masterklass fyrir píanódeild skólans. Valdir hafa verið nokkrir nemendur sem Edda mun leiðbeina, en öllum er frjálst að mæta og fylgjast með. Við viljum hvetja alla píanónemendur til að mæta og fylgjast með.


Óveður

February 24, 2017 1:08 pm Published by Leave your thoughts

Eins og varla hefur farið fram hjá ykkur þá er ansi slæmt veður í dag, föstudaginn 24.febrúar. Einhverjir grunnskólar hafa fellt niður kennslu vegna veðurs. Nýi tónlistarskólinn verður opinn í dag og viljum við að foreldrar taki sjálfir ákvörðun um hvort börnin mæti í tíma. Gott væri að fá tilkynningu frá þeim sem hyggjast ekki senda börnin í tónlistarskólann.


Þemadagurinn

February 13, 2017 1:59 pm Published by Leave your thoughts

Þemadagur Nýja tónlistarskólans var haldinn síðasta laugardag. Dagurinn gekk sérstaklega vel. Þátttaka hefur aldrei verið meiri. Boðið var upp á 5 tónleika og svo auðvitað heitt súkkulaði og kleinur. Okkur reiknast til að borðaðar hafir verið tæplega 450 kleinur og með þeim drukknir 25 lítrar af heitu súkkulaði. Takk fyrir komuna!