Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Söngtónleikar Önnu Kristínar og Ragnars Árna

30.05.18

Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og Ragnar Árni Sigurðarson, tenór, halda söngtónleika í Laugarneskrikju, fimmtudaginn 31.maí, kl.20 Bjarni Þór Jónatansson leikur með á píanó. Á efnisskránni eru verk eftir Árna Thorsteinsson, Liszt, Schubert, Handel, Bizet, Karl O. Runólfsson, Bernstein og Strauss. Gestasöngvari: Axel Kristjánsson, bassi.

Framhaldsprófstónleikar Önnu Rósar Árnadóttur

30.05.18

Anna Rós Árnadóttir heldur framhaldsprófstónleika sína fimmtudaginn 31.maí kl.17, á sal Nýja tónlistarskólans. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Hayden, Chopin, Liszt, Rahbee og Árna Blandon. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Skólaslit

28.05.18

Það verða tónleikar  alla þessa viku, mánudaginn 28. til fimmtudagsins 31.maí. Allir tónleikarnir hefjast kl.18.   Skólaslitin verða síðan í Grensáskirkju kl.18, á föstudaginn, þann 1.júní. Við hvetjum alla nemendur og foreldra að mæta á slitin. Sérstaklega þá nemendur sem tóku stigs- eða áfangapróf á skólaárinu. Athöfnin tekur um 30 mínútur.   Gleðilegt sumar og takk fyrir ánægjulegan vetur!

Tónleikaröð framhaldsnemenda

18.05.18

Laugardagur, 12. maí. kl. 12.00 Birgir Jóhannes Jónsson, píanó Herdís Hergeirsdóttir, píanó Kristín Sóley Mason, píanó Sigríður Björg Helgadóttir, fiðla Heiðrún Inga Guðmundsdóttir, selló Fimmtudagur 17. maí. kl.17.00 Heiðrún Inga Guðmundsdóttir, Selló Miðvikudagur 23. maí. kl. 16.30 Elizabeth Katrín Mason, píanó Helena Jaya Gunnarsdóttir, píanó Róbert Alejandro Lopez Jack, píanó Erla Rut Árnadóttir, píanó Fimmtudagur 24. maí. kl. 17.30 Hjálmar... Lesa meira

Frí 1.maí

30.04.18

Skólinn verður lokaður 1.maí.

Páskafrí

22.03.18

Páskafrí hefst mánudaginn 26.mars. Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 5.apríl.   Gleðilega Páska!

Tónleikar

01.03.18

Næstu nemendatónleikar skólans verða mánudaginn 5.mars kl.18   Allir velkomnir

Þemadagur Nýja tónlistarskólans 10.febrúar

02.02.18

Laugardaginn 10. febrúar verður haldinn árlegur Þemadagur Nýja tónlistar-skólans. Þemað í ár er amerísk tónlist. Boðið verður upp á sex tónleika: Þeir fyrstu hefjast kl.10:30 og síðustu kl.14. Svo verður náttúrulega, eins og áður, boðið upp á nýsteiktar kleinur og heitt súkkulaði. Við hvetjum nemendur til að taka með sér bæði fjölskyldumeðlimi og vini á þennan skemmtilega dag. Dagskrá Þemadags:... Lesa meira

Foreldraviðtöl dagana 5. til 9. febrúar

02.02.18

Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira