Laugardaginn 10. febrúar verður haldinn árlegur Þemadagur Nýja tónlistar-skólans. Þemað í ár er amerísk tónlist. Boðið verður upp á sex tónleika: Þeir fyrstu hefjast kl.10:30 og síðustu kl.14. Svo verður náttúrulega, eins og áður, boðið upp á nýsteiktar kleinur og heitt súkkulaði. Við hvetjum nemendur til að taka með sér bæði fjölskyldumeðlimi og vini á þennan skemmtilega dag.

Dagskrá Þemadags:

Kl.10:30 – Forskóli og gestaspilarar
Kl.11:00 –  Yngri nemendur
Kl.11:30 – Ungir nemendur
Kl.12:00
– Samspil
Kl.13:00 – Eldri nemendur
Kl.14:00 – Söngtónleikar