Í dag, mánudaginn 1.október og á morgun, þriðjudag, verða nemendatón-leikar á sal skólans kl.18, báða dagana. Við erum að prófa nýtt fyrirkomulag á tónleikunum, hafa þá tvo daga í röð þannig að það eykur möguleika nemenda og kennara að taka þátt. Tilraunin virðist allavega vera að virka þetta augnablikið þar sem „hraustleg“ skráning er á báða tónleikana. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á þessa duglegu nemendur.