May 12, 2014 2:34 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Karítas Þorvaldsdóttir, sellónemandi, heldur framhaldsprófstónleika sína laugardaginn 24.maí kl.14 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Brahms, Rachmaninoff og Jón Nordal. Meðleikarar á píanó eru Vilhelmína Ólafsdóttir og Erla Rut Árnadóttir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
May 9, 2014 2:00 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Óskar Magnússon, gítarnemandi, heldur framhaldsprófstónleika sína, í Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 22.maí kl.19. Á efnisskránni eru verk eftir Albeniz, Bach, Barrios, Savio, DeFalla og síðast en ekki síst; eitt verk eftir sjálfan sig. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
April 28, 2014 12:39 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Í tilefni Barnamenningarhátíðar munu nemendur Nýja tónlistarskólans halda tónleika þriðjudaginn 29.apríl kl.18, hér í skólanum. Bjartar vonir, köllum við tónleikana. Fram koma yngri nemendur skólans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gleðilegt sumar!
April 28, 2014 12:03 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Erla Rut Árnadóttir heldur framhaldsprófstónleika sína , á sal Nýja tónlistarskólans, laugardaginn 3.maí kl.13:00. Á dagskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Chopin og Prokofiev. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
April 22, 2014 11:14 am
Published by Sigurður Sævarsson
Helena Xiang Jóhannsdóttir mun halda framhaldsprófstónleika sína, á sal Nýja tónlistarskólans, miðvikudaginn 23.apríl kl.17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Haydn, Chopin, Mendelssohn og Jón Leifs. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
April 8, 2014 1:31 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí verður föstudaginn 11.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22.apríl. Gleðilega Páska!
March 24, 2014 3:06 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Tónleikar verða fimmtudaginn 27. mars, hér á sal skólans. Eins og alltaf verða þetta fjölbreyttir tónleikar.
March 4, 2014 3:55 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira
March 4, 2014 3:50 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Almennir tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 10. mars klukkan 18. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Allir hjartanlega velkomnir.
February 27, 2014 1:19 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Almennir tónleikar verða, á sal skólans, föstudaginn 28. febrúar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Allir hjartanlega velkomnir.