Foreldraviðtöl 10. til 14. mars
04.03.14
Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega.
Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í foreldraviðtölum eða með tölvupósti eða í síma.
Svo má líka alveg láta kennarann vita ef nemandinn og hans fólk er ánægt með kennsluna.