Author Archives for Sigurður Sævarsson

Forkeppni fyrir Nótuna

March 11, 2016 3:55 pm Published by Leave your thoughts

Forkeppni fyrir Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, verður haldin um helgina. Tinna Rún Emilsdóttir, píanónemandi, mun taka þátt í keppninni fyrir hönd skólans. Hún ætlar að leika Menúett í G-dúr eftir J.S. Bach. Við óskum henni góðs gengis og þökkum henni fyrir að taka þátt.


Foreldraviðtöl 15. til 19. febrúar

February 16, 2016 12:04 pm Published by Leave your thoughts

Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira


Þemadagur Nýja tónlistarskólans

February 11, 2016 10:06 am Published by Leave your thoughts

Laugardaginn 13. febrúar verður haldinn árlegur Þemadagur Nýja tónlistar-skólans. Þemað í ár er þýsk og austurísk tónlist. Boðið verður upp á ferna tónleika: þeir fyrstu hefjast kl.11 og síðustu kl.15. Svo verður náttúrulega, eins og áður, boðið upp á nýsteiktar kleinur og heitt súkkulaði. Við hvetjum nemendur til að taka með sér bæði        fjölskyldumeðlimi og vini á þennan skemmtilega dag.


Veðrið

February 4, 2016 2:47 pm Published by Leave your thoughts

Spáð er slæmu veðri í dag, fimmtudaginn 4. febrúar. Við munum halda skólanum opnum og mun kennslan vera samkvæmt stundaskrá. Ef foreldrar ákveða að láta nemendur vera heima í dag væri mjög gott að þeir létu okkur vita, annaðhvort símleiðis eða á [email protected]