Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Jólatónfundir

06.12.18

Kennarar halda jólatónfundi með sínum nemendum: Chrissie og Steinunn – föstudagur 7. desember 18:00 Helga Björg – mánudagur 10. desember 17:45 Pétur – mánudagur 10. desember 18:30 Kristófer – þriðjudagur 11. des 18:00 Bjarni – fimmtudagur 13. desember 17:30 Ilka – laugardagur 15. desember 11:00 Vilhelmína – laugardagur 15. desember 13:00 Galina & Jón – mánudagur 17. desember 17:00 Helgi... Lesa meira

Jólatónleikar Nýja tónlistarskólans í Hörpu á laugardaginn kl.14

05.12.18

Einir tónleikar verða utan skólans, en þeir verða í Hörpu (nánar tiltekið í Hörpuhorninu) laugardaginn 8. Desember kl. 14. Þar koma fram nemendur á öllum stigum námsins og er þar eins konar þverskurður af starfsemi skólans. Það er mjög ánægjulegt að halda þessa tónleika í Hörpuhorni og vonandi ekki í síðasta skipti sem við fáum þetta tækifæri.

Tónleikar fimmtudag og föstudag

21.11.18

Næstu tónleikar skólans verða á fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23.nóvember. Báðir tónleikarnir hefjast kl.18. Allir velkomnir.

Tónleikar

13.11.18

Nemendatónleikar verða fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. nóvember kl.18 báða dagana. Allir velkomnir

Söngtónleikar

11.11.18

Söngdeild Nýja tónlistarskólans heldur söngtónleika fimmtudaginn 15.nóvember kl.18. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Tónleikar

20.10.18

Tónleikar verða á sal skólans, 31.október, kl.18   Alli velkomnir

Ragnar Björnsson

10.10.18

Í dag, 10 október, eru 20 ár liðin frá því að Ragnar Björnsson, stofnandi og fyrsti skólastjóri Nýja tónlistarskólans, kvaddi þennan heim.

Haustfrí

01.10.18

Haustfrí verður frá fimmtudeginum 18. október til mánudagsins 22. október. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. október.

Foreldraviðtöl

01.10.18

Foreldraviðtöl verða frá mánudeginum 8. til föstudagsins 12. október. Þá mæta foreldrar/ forráðamenn með nemandanum í tím-ann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/ forráða-menn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á.... Lesa meira

Tónleikar 1. og 2. október

01.10.18

Í dag, mánudaginn 1.október og á morgun, þriðjudag, verða nemendatón-leikar á sal skólans kl.18, báða dagana. Við erum að prófa nýtt fyrirkomulag á tónleikunum, hafa þá tvo daga í röð þannig að það eykur möguleika nemenda og kennara að taka þátt. Tilraunin virðist allavega vera að virka þetta augnablikið þar sem „hraustleg“ skráning er á báða tónleikana. Við hvetjum alla... Lesa meira