Einir tónleikar verða utan skólans, en þeir verða í Hörpu (nánar tiltekið í Hörpuhorninu) laugardaginn 8. Desember kl. 14. Þar koma fram nemendur á öllum stigum námsins og er þar eins konar þverskurður af starfsemi skólans. Það er mjög ánægjulegt að halda þessa tónleika í Hörpuhorni og vonandi ekki í síðasta skipti sem við fáum þetta tækifæri.