Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Skólaslit

20.05.22

Kæru nemendur og foreldrar. Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða föstudaginn 27. maí kl.18 í Grensáskirkju. Þar verða afhent prófskírteini fyrir áfanga- og stigspróf sem nemendur hafa tekið á skólaárinu. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutning. Athöfnin tekur innan við 30 mínútur.  

Páskafrí

08.04.22

Páskafrí hefst næsta mánudag, 11. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl.   GLEÐILEGA PÁSKA!

Tónleikar 7. og 8. mars

01.03.22

Almennir tónleikar verða mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars og hefjast báðir tónleikarnir kl.18

Engin kennsla á öskudag

28.02.22

Kæru nemendur og foreldrar. Við minnum á að það er frí í Nýja tónlistarskólanum á öskudag, miðvikudaginn 2. mars.

Jólatónleikar

15.12.21

  Nú er síðasta kennsluvikan fyrir jólafrí að hefjast. Við verðum ekki með hefðbundna blandaða jólatónleika þetta árið vegna sóttvarna. Hinsvegar verða árlegir nemendatónleikar hvers kennara. Það eru nokkrir hlutir sem við viljum biðja ykkur um að athuga fyrir tónleika:   -Grímuskilda er fyrir alla gesti fædda 2006 og eldri. -Við biðjum um að einungis tveir gestir komi með hverjum... Lesa meira

Vetrarleyfi

18.10.21

Frá föstudeginum 22. október til þriðjudagsins 26. október verður vetrarleyfi í Nýja tónlistarskólanum. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. október.

Skólaslit

19.05.21

Kæru nemendur og foreldrar.   Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða föstudaginn 28. maí kl.18 í Grensáskirkju. Þar verða afhent prófskírteini fyrir áfanga- og stigspróf sem nemendur hafa tekið á skólaárinu. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutning. Athöfnin tekur innan við 30 mínútur.  Þó létt hafi verið á sóttvarnarreglum biðjum við fólk um að virða fjarlægðamörk.   Vortónleikar Vegna sóttvarna höfum við... Lesa meira

Hóptímakennslan hefst aftur

14.04.21

Kæru nemendur og foreldrar Nú hefur verið létt á sóttvarnarreglunum þannig að við getum aftur farið að kenna hóptíma í tónfræðigreinunum frá morgundeginum, fimmtudeginum 15. apríl. Við þurfum samt ennþá að biðja foreldra að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Vonandi höldum við áfram að geta létt af takmörkunum á næstunni.

Sóttvarnir framundan

07.04.21

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn Kennslan í Nýja tónlistarskólanum hefst í dag, miðvikudaginn 7. apríl. Vegna hertra sóttvarnareglna getum við einungis kennt einkatíma, allavega til 15. apríl þegar núverandi reglur verða endurskoðaðar. Við biðjum um að nemendur fari varlega og haldi góðri fjarlægð við aðra nemendur, sérstaklega þá sem eru í öðrum grunnskóla en viðkomandi. Spritti sig um leið og þeir... Lesa meira

Fram að páskafríi

25.03.21

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn,   Eins og við höfum öll heyrt af hefur verið lagt bann á allt staðnám fram að páskafríi. Tónlistarskólinn er því lokaður í dag og á morgun. Samkvæmt dagatali skólans hefst páskafríið á mánudaginn, 29. mars, og kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 7. apríl.   Kennarar munu vera í sambandi við ykkur í dag eða... Lesa meira