Sóttvarnir framundan
07.04.21
Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn
Kennslan í Nýja tónlistarskólanum hefst í dag, miðvikudaginn 7. apríl.
Vegna hertra sóttvarnareglna getum við einungis kennt einkatíma, allavega til 15. apríl þegar núverandi reglur verða endurskoðaðar.
Við biðjum um að nemendur fari varlega og haldi góðri fjarlægð við aðra nemendur, sérstaklega þá sem eru í öðrum grunnskóla en viðkomandi.
Spritti sig um leið og þeir koma inn í skólann.
Einnig biðjum við foreldra um að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn ber til.
Við vonum svo að við komumst í “eðlilegt” ástand 15. apríl.