Jólatónleikar
Nú er síðasta kennsluvikan fyrir jólafrí að hefjast. Við verðum ekki með hefðbundna blandaða jólatónleika þetta árið vegna sóttvarna. Hinsvegar verða árlegir nemendatónleikar hvers kennara.
Það eru nokkrir hlutir sem við viljum biðja ykkur um að athuga fyrir tónleika:
-Grímuskilda er fyrir alla gesti fædda 2006 og eldri.
-Við biðjum um að einungis tveir gestir komi með hverjum nemanda (börn yngri en 15 ára teljast ekki með í þeirri tölu)
-Svo biðjum við gesti að reyna eins og hægt er að virða meters regluna, bæði fyrir og eftir tónleikana.
Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 5. janúar.
Gleðileg Jól!