Kæru nemendur og foreldrar.

 

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða föstudaginn 28. maí kl.18 í Grensáskirkju. Þar verða afhent prófskírteini fyrir áfanga- og stigspróf sem nemendur hafa tekið á skólaárinu. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutning. Athöfnin tekur innan við 30 mínútur.  Þó létt hafi verið á sóttvarnarreglum biðjum við fólk um að virða fjarlægðamörk.

 

Vortónleikar

Vegna sóttvarna höfum við ákveðið að fresta almennum tónleikum fram á haustið. Í staðinn mun hver kennari halda tónleika með sínum nemendum eins og undanfarin ár.

 

Takk fyrir samstarfið og samveruna á árinu!

 

Sigurður Sævarsson skólastjóri