Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum mánudaginn 20. október til miðvikudagsins 22. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. október. Ef kemur til verkfalls kennara í Félagi Tónlistarkennara (FT) mun það hefjast miðvikudaginn 22. október. Þetta mun ekki hafa áhrif á kennslu kennara sem eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH). Þeir eru ekki enn búnir að boða til verkfalls. Ef... Lesa meira
Categories for
Tónleikar
Tónleikar verða á sal skólans kl.18 mánudaginn 13. október. Allir velkomnir
Tónleikar
Fyrstu tónleikar vetrarins verða þriðjudaginn 30. september kl.18 á sal skólans. Allir hjartanlega velkomnir
Nýtt skólaár að hefjast
Fyrsti kennsludagur í Nýja tónlistarskólanum verður mánudaginn 25.ágúst. Kennarar verða í sambandi við nemendur fyrir helgi til að finna tíma sem henta.
Forskólinn
Við getum bætt við okkur nokkrum nemendum í Forskólann okkar. Yfirleitt byrja nemendur á aldrinum 6 til 8 ára í Forskóla. Þar læra þau að lesa nótur, syngja og spila á ýmis hljóðfæri. Seinni hluta skólaársins eru haldnar hljóðfærakynningar til að hjálpa nemendum að velja sér hljóðfæri fyrir næsta vetur, þegar hljóðfæranámið hefst. Forskólanemendur hafa forgang í hljóðfæradeildirnar að loknu... Lesa meira
Rafræn Reykjavík komin í gang
Nú er loksins búið að gera við umsóknakerfið á Rafrænni Reykjavík.
Rafræn Reykjavík
Vegna uppfærslu á Rafrænni Reykjavík (mínar síður) verður ekki hægt að vinna inn í kerfinu frá kl. 08:00 miðvikudaginn 28. maí, áætlað er að kerfið opni aftur kl. 08:00 föstudaginn 30. maí. Starfsmenn borgarinnar og íbúar munu ekki geta notað Rafræna Reykjavík á meðan uppfærslu stendur.
Skólaslit
Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða í Grensáskirkju þriðjudaginn 27.maí kl.18. Við viljum hvetja nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum og auðvitað í leiðinni að þakka kennurum sínum fyrir veturinn. Skólaslitin taka ekki nema um 40 mínútur. Boðið er upp á mikið af tónlist þannig að engum ætti að leiðast! Foreldrar og ættingjar eru hjartanlega velkomnir.
Vortónleikar
Almennir vortónleikar Nýja tónlistarskólans verða mánudaginn 19.maí og föstudaginn 23.maí og hefjast tónleikarnir kl.18
Framhaldsprófstónleikar
Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran, heldur framhaldsprófstónleika sína sunnudaginn 18.maí kl.16 í Safnahúsinu Hverfisgötu (áður Þjóðmenningarhúsið). Á efnisskránni eru verk eftir Fauré, Mozart, Schubert, Tchaikovsky, Grieg, Barber, Gluck, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Áskel Jónsson. Meðleikari á píanó er Bjarni Þór Jónatansson. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.