Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum mánudaginn 20. október til miðvikudagsins 22. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. október.

Ef kemur til verkfalls kennara í Félagi Tónlistarkennara (FT) mun það hefjast miðvikudaginn 22. október. Þetta mun ekki hafa áhrif á kennslu kennara sem eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH). Þeir eru ekki enn búnir að boða til verkfalls.

Ef kemur til verkfallsins munum við senda nemendum og foreldrum ítarlegt bréf þar sem fram kemur hvaða tímar falla niður.