Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Categories for

Foreldraviðtöl 12. til 16. október

08.10.15

Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira

Nýtt skólaár að hefjast

17.08.15

Mánudaginn 24.ágúst verður fyrsti kennsludagur Nýja tónlistarskólans. Kennarar munu verða í sambandi við nemendur og foreldra fyrir þann tíma til að finna spilatíma sem hentar.

Skólaslit

26.05.15

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða föstudaginn 29.maí kl.18 í Grensáskirkju. Við hvetjum nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum. Skólaslitin taka aðeins 30 mínútur þannig að enginn ætti að bera skaða af.

Tvennir tónleikar í vikunni

26.05.15

Almennir tónleikar verða miðvikudaginn 27.maí kl.18 á sal skólans. Ákveðið hefur verið að bæta síðan við söngtónleikum fimmtudaginn 28.maí kl.18, einnig á sal skólans.

Almennir vortónleikar

19.05.15

Fyrstu almennu vortónleikarnir verða haldnir á sal skólans miðvikudaginn 20. maí kl.18. Allir velkomnir

Söngtónleikar

15.05.15

Söngtónleikar verða haldnir mánudaginn 18. maí kl.18 á sal skólans. Allir velkomnir

Framhaldsprófstónleikar

04.05.15

Framhaldsprófstónleikar Garðars Andra Sigurðssonar, píanónemanda, verð í Hannesarholti laugardaginn 9.maí kl.15.  Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Mozart, Debussy, Chopin, Liszt, Rachmaninoff og Hyde. Sérstakur gestur: Herdís Hergeirsdóttir, píanó. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Framhaldsprófstónleikar Herdísar Hergeirsdóttur

16.04.15

Framhaldsprófstónleikar Herdísar Hergeirsdóttur, píanónemanda, verð í Hannesarholti sunnudaginn 19. apríl kl.13 Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Beethoven, Pierné, Debussy, Khachaturian og Hyde Sérstakur gestur: Garðar Andri Sigurðsson, píanó Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Tónleikar

07.04.15

Tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 16.apríl klukkan 18. Allir velkomnir

Páskafrí

25.03.15

Páskafrí skólans hefst mánudaginn 30.mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7.aprí. Gleðilega Páska