October 8, 2015 1:41 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Á hverri önn eru haldin foreldraviðtöl. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort sem það er í... Lesa meira
August 17, 2015 12:23 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Mánudaginn 24.ágúst verður fyrsti kennsludagur Nýja tónlistarskólans. Kennarar munu verða í sambandi við nemendur og foreldra fyrir þann tíma til að finna spilatíma sem hentar.
May 26, 2015 4:15 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða föstudaginn 29.maí kl.18 í Grensáskirkju. Við hvetjum nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum. Skólaslitin taka aðeins 30 mínútur þannig að enginn ætti að bera skaða af.
May 26, 2015 4:12 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Almennir tónleikar verða miðvikudaginn 27.maí kl.18 á sal skólans. Ákveðið hefur verið að bæta síðan við söngtónleikum fimmtudaginn 28.maí kl.18, einnig á sal skólans.
May 19, 2015 10:05 am
Published by Sigurður Sævarsson
Fyrstu almennu vortónleikarnir verða haldnir á sal skólans miðvikudaginn 20. maí kl.18. Allir velkomnir
May 15, 2015 5:34 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Söngtónleikar verða haldnir mánudaginn 18. maí kl.18 á sal skólans. Allir velkomnir
May 4, 2015 10:08 am
Published by Sigurður Sævarsson
Framhaldsprófstónleikar Garðars Andra Sigurðssonar, píanónemanda, verð í Hannesarholti laugardaginn 9.maí kl.15. Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Mozart, Debussy, Chopin, Liszt, Rachmaninoff og Hyde. Sérstakur gestur: Herdís Hergeirsdóttir, píanó. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
April 16, 2015 9:10 am
Published by Sigurður Sævarsson
Framhaldsprófstónleikar Herdísar Hergeirsdóttur, píanónemanda, verð í Hannesarholti sunnudaginn 19. apríl kl.13 Á efnisskránni eru verk eftir: Bach, Beethoven, Pierné, Debussy, Khachaturian og Hyde Sérstakur gestur: Garðar Andri Sigurðsson, píanó Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
April 7, 2015 4:52 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Tónleikar verða á sal skólans mánudaginn 16.apríl klukkan 18. Allir velkomnir
March 25, 2015 1:04 pm
Published by Sigurður Sævarsson
Páskafrí skólans hefst mánudaginn 30.mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7.aprí. Gleðilega Páska