Author Archives for Sigurður Sævarsson

Vetrarfrí og yfirvofandi verkfall

October 19, 2014 4:53 pm Published by Leave your thoughts

Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum mánudaginn 20. október til miðvikudagsins 22. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. október. Ef kemur til verkfalls kennara í Félagi Tónlistarkennara (FT) mun það hefjast miðvikudaginn 22. október. Þetta mun ekki hafa áhrif á kennslu kennara sem eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH). Þeir eru ekki enn búnir að boða til verkfalls. Ef... Lesa meira


Forskólinn

July 17, 2014 10:43 am Published by Leave your thoughts

Við getum bætt við okkur nokkrum nemendum í Forskólann okkar. Yfirleitt byrja nemendur á aldrinum 6 til 8 ára í Forskóla. Þar læra þau að lesa nótur, syngja og spila á ýmis hljóðfæri. Seinni hluta skólaársins eru haldnar hljóðfærakynningar til að hjálpa nemendum að velja sér hljóðfæri fyrir næsta vetur, þegar hljóðfæranámið hefst. Forskólanemendur hafa forgang í hljóðfæradeildirnar að loknu... Lesa meira


Rafræn Reykjavík

May 28, 2014 2:50 pm Published by Leave your thoughts

Vegna uppfærslu á Rafrænni Reykjavík (mínar síður) verður ekki hægt að vinna inn í kerfinu frá kl. 08:00 miðvikudaginn 28. maí, áætlað er að kerfið opni aftur kl. 08:00 föstudaginn 30. maí. Starfsmenn borgarinnar og íbúar munu ekki geta notað Rafræna Reykjavík á meðan uppfærslu stendur.


Skólaslit

May 19, 2014 3:59 pm Published by Leave your thoughts

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða í Grensáskirkju þriðjudaginn 27.maí kl.18. Við viljum hvetja nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum og auðvitað í leiðinni að þakka kennurum sínum fyrir veturinn. Skólaslitin taka ekki nema um 40 mínútur. Boðið er upp á mikið af tónlist þannig að engum ætti að leiðast! Foreldrar og ættingjar eru hjartanlega velkomnir.


Framhaldsprófstónleikar

May 12, 2014 4:22 pm Published by Leave your thoughts

Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran, heldur framhaldsprófstónleika sína sunnudaginn 18.maí kl.16 í Safnahúsinu Hverfisgötu (áður Þjóðmenningarhúsið). Á efnisskránni eru verk eftir Fauré, Mozart, Schubert, Tchaikovsky, Grieg, Barber, Gluck, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Áskel Jónsson. Meðleikari á píanó er Bjarni Þór Jónatansson.  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.