Þemadagur Nýja tónlistarskólans 2014
12.02.14
Laugardaginn 15. febrúar munu nemendur og kennarar Nýja tónlistarskólans halda þemadag.
Þemað þetta árið er íslensk tónlist. Þessi dagur er einnig Dagur tónlistarskólanna.
Margt skemmtilegt verðu í boði:
Stuttir tónleikar verða á heila tímanum, klukkan 11, 12, 13, 14 og 15
Gestum verður boðið að prófa hljóðfæra- og eða söngtíma
Óvæntar uppákomur verða á milli tónleika og boðið verður upp á léttar veitingar