Kæru nemendur og forráðamenn

 

Mig langar að kynna þær breytingar sem verða á skólastarfinu hér í Nýja tónlistarskólanum á meðan á samkomubanninu stendur.

 

  1. Hljóðfæra- og söngkennsla helst óbreytt. En sem áður biðjum við nemendur að fara eftir öllum tilmælum um þrifnað og samskiptum við aðra nemendur.
  2. Forskólinn og tónfræði yngri nemenda sem eru hjá Elínu falla niður. Elín mun setja nemendum fyrir og verður til taks, í gegnum síma og tölvupóst ef spurningar vakna. Einnig mælum við með að nemendur taki tónfræðibókina með sér í spilatímann og biðji hljóðfærakennarann að leiðbeina sér, ef með þarf.
  3. Tónfræði eldri nemenda og Hljómfræði/Tónlistarsaga haldast óbreytt. Það eru fáir nemendur í hverjum tíma og munum við einnig flytja tónfræðikennsluna inn í sal þar sem auðvelt er að halda góðu bili á milli nemenda. Ég vil minni nemendur á að hafa með sér skriffæri. Það verður ekki í boði að láta skriffærin ganga á milli nemenda.
  4. Allir tónleikar og tónfundir falla niður um óákveðinn tíma.
  5. Vorprófin, sem áttu að fara fram fyrir Páska, falla niður. Við munum sjá til með áfangaprófin og stigsprófin þegar við förum að „sjá til lands“.

 

 

Að lokum vil ég ítreka við nemendur að mæta ekki í skólann ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum:  hita, hósta, bein- og vöðvaverkjum og þreytu.