Kæru nemendur og foreldrar

 

Ég vona að þið séuð öll við góða heilsu.

 

Í dag, föstudaginn 3. apríl, er síðasti kennsludagur Nýja tónlistarskólans fyrir Páskafrí. Kennslan hefst svo aftur fimmtudaginn 16. apríl.

Eins og þið sjálfsagt flest hafið heyrt þá hafa yfirvöld ákveðið að framlengja samkomubanninu til 4. maí. Að óbreyttu munum við því byrja kennsluna eftir Páskafrí með fjarkennslu. Ef einhverjar tilslakanir verða gerðar á samkomubanninu fyrir þann tíma munum við að sjálfsögðu taka tillit til þeirra.

 

Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja nemendur til að vera duglega að æfa sig. Æfingin er það mikilvægasta í tónlistarnáminu. Án æfingar verða engar framfarir!

 

Að lokum vil ég aftur þakka nemendum og foreldrum fyrir þolinmæðina á þessu óvenjulegu tímum.

 

Vona að við sjáumst öll fyrr en seinna.

 

Gleðilega Páska!

 

Sigurður Sævarsson skólastjóri