Í Forskóla Nýja tónlistarskólans kynnast börnin tónlistarnámi og læra grunntök á blokkflautu.

Lögð er áhersla á að börn læri að kynnast tónlistarnámi á skapandi hátt en læri að sama skapi að temja sér góða siði og læra að spila af vandvirkni og öryggi.

Þau kynnast jafnframt ýmsum hljóðfærum yfir skólaárið og fræðast um ýmsa tónlistarstíla, kynnast tónstiganum, læra um hryn og hljómblæ og æfa sig í spuna.

Kennt er seinnipart á miðvikudögum.

Nánari upplýsingar á www.nyitonlistarskolinn.is
[email protected]