Jólatónleikar
Kæru foreldrar og nemendur.
Nú fer að styttast í lok þessarar annar.
Við ætlum að hefja jólatónleikaröðina fyrr í mánuðinum en við höfum áður gert. Vonum að með því munum við gera foreldrum og öðrum gestum auðveldara að komast hingað á Grensásveginn áður en jólaösin tekur allt yfir hér í hverfinu.
Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna á jólatónleika skólans og vonumst til að eiga ánægjulega og hátíðlega stund með ykkur.
Síðasti kennsludagur verður 20. desember og fyrsti kennsludagur á nýju ári verður 4. janúar.
Almennir jólatónleikar verða fernir, þetta árið:
mánudagurinn 4. desember kl.18:00 STRENGJATÓNLEIKAR
miðvikudagurinn 6. desember kl.18:00 FORSKÓLATÓNLEIKAR
föstudagurinn 8.desember kl.18:00 ÖLL HLJÓÐFÆRI
föstudaginn 14. desember kl.19:00 SÖNGTÓNLEIKAR
Síðan verða kennarar með jólatónfundi fyrir sína nemendur:
María Ösp/Vilborg – þriðjudag 5. desember 16:30
Þórarinn & Pétur – mánudagur 11. desember 17:30
Helgi Heiðar – þriðjudagur 12. desember 18:15
Helga Björg– fimmtudagur 14. des 17:00
Jón – fimmtudagur 14. desember 18:00
Vilhelmína og Erla Rut – laugardagur 16. desember 11:30
Oliver – mánudagur 18. desember 17:30
Við viljum minna listamennina á að hneigja sig þegar áheyrendur klappa þeim lof í lófa og auðvitað að mæta í sínu fínasta pússi
Síðasti kennsludagur verður miðvikudaginn 20. desember
Kennsla hefst aftur mánudaginn 4. janúar