Kæru nemendur og foreldrar

 

Seint í gær, 23. mars, fengu tónlistarskólarnir í Reykjavík tilmæli frá Skóla- og frístundasviði um að öll kennsla skólanna, hvort sem um hóptíma eða einkatíma er að ræða, fari fram í fjarkennslu frá miðnætti 23. mars.

 

Með öðrum orðum verðum við að loka skólahúsnæðinu hér í Nýja tónlistarskólanum þar til annað verður ákveðið, en fjarkennsla tekur við, fram að páskaleyfi.

Kennarar munu verða í sambandi við ykkur til að skipuleggja framhaldið.

 

Ég vona að við getum hjálpast við að láta þetta verkefni ganga sem best og við sýnum hvort öðru skilning og þolinmæði 

 

Bestu kveðjur

Sigurður Sævarsson skólastjóri