Í Nýja tónlistarskólanum er boðið upp á vandað, fjölbreytt og ekki síst skemmtilegt tónlistarnám þar sem reynslumiklir kennarar skólans, bæði á sviði tónlistarflutnings og kennslu, miðla af þekkingu sinni.
Sækja um námÓskir þú eftir frekari upplýsingum þá endilega sendu okkur fyrirspurn á [email protected] eða sláðu á þráðinn í síma 553 9210 alla virka daga á milli kl. 13 og 18.
Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.
Fara á skráningarsíðuEf einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.
×Markvisst tónlistaruppeldi miðar að auknum þroska einstaklinga, þjálfar huga og eflir tjáningarhæfni. Auk þess veitir gott tónlistarnám lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi.
Við höfum á að skipa einvala liði kennara sem hafa mikla reynslu sem kennarar og flytjendur.
Við bjóðum upp á vandaða kennslu allt frá forskóla og grunnnámi til framhaldsnáms.
Við bjóðum upp á aðstöðu eins og hún gerist best, bæði hvað varðar hljóðfæri og húsnæði.
Við bjóðum þér leiðsögn um hinn víðfeðma og yndislega heim tónlistarinnar.