Kæru nemendur og forráðamenn

 

Nú sækja að okkur ýmsar pestir og vírusar, úr öllum áttum.

Það kemur því miður oft fyrir að nemendur mæta veikir í tónlistarskólann. Þetta er als ekki gott og verður bara til þess að þessar pestir og vírusar grassera enn lengur.

 

Ég vil því biðja ykkur, nemendur og forráðamenn, að vinna með okkur í „baráttunni“ og sjá til þess að veikir nemendur haldi sig heima þar til þeir eru orðnir hressir.

 

Baráttukveðjur!

 

Sigurður Sævarsson skólastjóri