Þemadagurinn
Þemadagurinn, síðasta laugardag, gekk vonum framar. Fimm tónleikar voru haldnir yfir daginn og mættu rúmlega 400 gestir.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem tóku þátt í að gera þannan dag svona frábæran: nemendunum sem léku og sungu af mikilli list, kennurunum og öðrum velunnurum skólans sem stóðu vaktina allan daginn og síðast en ekki síst öllum gestunum sem lögðu leið sína hingað.
Á milli tónleika var boðið upp á vöfflukaffi. Viljum við sérstaklega þakka valkyrjunum sem sáu um baksturinn en okkur reiknast að þær hafi framleitt rúmlega 400 vöfflur.